Landmarks er orðaspil með leynistígum og klókum vísbendingum. Þið eruð týnd á eyju, og þurfið að reiða ykkur á leiðsögumann til að koma ykkur heilum í skjól. Á eyjunni skiptir hvert orð máli. Tengið orð saman til að finna réttu leiðina til sigurs.
Í byrjun hvers spils eru 3 orð gefin upp, sem eru á ensku. Til að spila á íslensku er létt verk að þýða þessi þrjú orð og halda svo áfram á hinu ylhýra.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar