Mysterium (ísl.)

(1 umsögn viðskiptavinar)

8.230 kr.

Aldur: 10 ára og eldri
Fjöldi: 2-7 leikmenn
Spilatími: 42 mín.
Höfundur: Oleksandr Nevskiy, Oleg Sidorenko

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: NOSF3-491055 Flokkur: Merki: , ,
Skoðað: 525

spilavinir reglur a netinuÁrið 1922 bauð Mr. MacDowel, þekktur stjörnufræðingur, hóp miðla til sín í von um að leysa ráðgátuna um hvað raunverulega gerðist í sveitasetrinu sínu í Skotlandi. Leikmenn hafa 7 klukkustundir til að túlka sýnir frá draug sem vonast til að muna hver það var sem myrti hann, hvar hann dó og hvernig hann var myrtur.

Þetta er samvinnuspil þar sem leikmenn eru miðlar en einn leikmaður er í hlutverki draugsins. Draugurinn lætur leikmenn hafa falleg spil sem þeir þurfa svo að túlka rétt. Mysterium er þannig líkt bæði Clue og Dixit.

Spilið inniheldur 192 gullfalleg spil sem skiptast niður í fólk, hluti, staði í húsinu og svo draumsýnir sem draugurinn notar til að koma einhverju á framfæri. Því draugurinn sjálfur má ekkert tala. Hann verður að tala með spilunum og vona að miðlarnir túlki rétt það sem hann er að segja.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2019 Gioco dell’Anno – Tilnefning
    2017 MinD-Spielepreis Complex Game – Tilnefning
    2017 Hungarian Board Game Award – Tilnefning
    2017 Hra roku – Úrslit
    2016 Lys Grand Public – Sigurvegari
    2016 Juego del Año – Meðmæli
    2016 Hra roku – Úrslit
    2016 Graf Ludo Best Family Game Graphics – Sigurvegari
    2016 As d’Or – Jeu de l’Année – Sigurvegari
    2015 Tric Trac d’Argent – Sigurvegari
    2015 Jocul Anului în România Beginners – Úrslit
    2015 Japan Boardgame Prize Voters’ Selection – Sigurvegari
    2015 Golden Geek Most Innovative Board Game – Tilnefning
    2015 Golden Geek Board Game of the Year – Tilnefning
    2015 Golden Geek Best Thematic Board Game – Tilnefning
    2015 Golden Geek Best Party Board Game – Tilnefning
    2015 Golden Geek Best Family Board Game – Tilnefning
    2015 Golden Geek Best Board Game Artwork/Presentation – Sigurvegari

 

 

 

Aldur

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi leikmanna

, , , , ,

Útgáfuár

Útgefandi

Fjöldi púsla

1 umsögn um Mysterium (ísl.)

  1. Eidur S.

    Íslensku reglurnar eru fínar, en mér finnst þó alltaf klunnalegt þegar nöfnum í dæmum er ekki skipt út fyrir íslensk.

    Sama umsögn og ég setti við Mysterium á ensku:
    Ekki fyrir alla. Einn leikmaður spilar draug sem lætur hina leikmennina fá sýnir til þess að koma þeim nær því að leysa morðgátu. Draugurinn má ekki tala á meðan leik stendur. Til að gefa leikmanni sýn réttir draugurinn leikmanni myndskreytt spil af hendi sinni sem er tengt einhverju spili á borðinu sem tengist þá annaðhvort geranda, stað eða morðvopni. Leikmaðurinn þarf þá að giska á hvaða spil draugurinn er að reyna að tengja hann við.

    Þetta er ekki djúpasta spilið, en ef maður setur sig inn í þemað með tónlist og helst talar bara við drauginn með því að ríma verður hvert spil mjög góð skemmtun. Myndskreytingarnar eru líka æðislegar og mættu margar myndirnar eiga heima upp á vegg.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;