Í þessari 10 ára afmælisútgáfu af Patchwork er nýtt litaþema, nýjar teikningar, auka bling á kassanum — og hin margumbeðna Automa, sem gerir þér kleift að spila einmenning (e. solo).
Í Patchwork keppa tveir leikmenn um að sauma fallegasta bútasaumsteppið (og með hæsta skorið), hvor á sínu 9×9 reita borði. Þegar spilinu er stillt upp, þá er öllum bútunum raðað hringinn í kringum miðjun borðsins og merkill settur fyrir framan 2-1 bútinn (eins og klukkan snýst). Hvor leikmaður tekur fimm hnappa — sem eru gjaldmiðill spilsins — og leikmaður sem á að byrja er valinn.
Þegar þú átt leik, þá máttu velja á milli þriggja næstu búta frá merklinum sem var settur niður, eða segja pass. Leikmenn reyna að púsla teppunum sínum eins þétt saman og hægt er, með sem fæstum götum. Í miðju spilsins er tímatáknið, sem er fært þegar bútar eru keyptir, og þegar sagt er pass. Þegar tímatákn beggja leikmanna eru komin í miðjuna, er spilinu lokið og stigin talin. Leikmaðurinn sem er með flest stig sigrar.
Frábært, margverðlaunað kænskuspil fyrir tvo.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2017 Guldbrikken Best Family Game – Tilnefning
- 2017 Årets Spill Best Family Game – Tilnefning
- 2016 Lys Grand Public – Úrslit
- 2016 Juego del Año – Úrslit
- 2016 International Gamers Award – General Strategy: Tveggja manna spil – Tilnefning
- 2015 Spiel des Jahres – Meðmæli
- 2015 Spiel der Spiele Special Prize – Sigurvegari
- 2015 International Gamers Award – General Strategy: Tveggja manna spil – Tilnefning
- 2015 Hungarian Board Game Award – Tilnefning
- 2014 Meeples’ Choice – Tilnefning
- 2014 Golden Geek Best Abstract Board Game – Sigurvegari
- 2014 Golden Geek Best 2-Player Board Game – Tilnefning
Umsagnir
Engar umsagnir komnar