Glæsilegar dósir, ljúffengt innihald
Tedósirnar frá Østerlandsk 1889 Copenhagen eru fallegar og litríkar og sóma sér í hvaða eldhúsi sem er. Það gerir þær að tilvalinni gjafavöru, eða einfaldlega að einhverju til að láta eftir sér.
Lúxusblanda
Enn ein lúxusblandan úr smiðju Østerlandsk 1889 Copenhagen. Lífrænt ræktaðOrange Earl Greyer sett saman úr Keemun tei með svolitlu af Ceylon tei, hágæða-handpressaðri bergamot olíu og appelsínuberki. Það verður varla betra.
Bragð
Klassískt Earl Grey bragð með hæfilegu magni af bergamot og ljúffengu appelsínubragði.
Uppáhellingur
Orange Earl Grey er byggt á klassísku svörtu tei. Því þarf það að liggja í 3 mínútur í 100°C heitu vatni til að fá ákjósanlegasta bragðið.
Hvað er svart te?
Svart te, eins og grænt og hvítt te, kemur af teplöntunni Camellia Sinensis. Svart te er algerlega gerjað (þ.e. oxað) og er sú tegund tes sem hefur lengstan framleiðsluferil: tína, þurrka, rúlla, gerja, og rista. Til að ná sem mestum gæðum eru aðeins efstu, þunnu og dökku sprotarnir tíndir. Tvö lauf og knúpur eru tínd saman, þ.e. tvö lauf og toppsprotinn á milli þeirra.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar