Orchard: Times Tables Heroes

4.150 kr.

Aldur: 6 ára og eldri
Fjöldi: 2-4 leikmenn
Spilatími: 20-30 mínútur

Availability: Til í verslun

Minus Quantity- Plus Quantity+
Vörunúmer: SPSB1-O101 Flokkur: Merki:
Skoðað: 134

Skemmtileg leið til að þjálfa margföldunartöfluna frá 2-12 með þessu ofurhetjuspili. Inniheldur 2 spil í 1 — Björgum borginni borðspil og Margföldunarbingó.

Í Björgum borginni ferðast leikmenn um með því að snúa vísi á skífu og leysa margföldunarsummur. Ef leikmaður lendir á skildi, þá þarf að nota ímyndunaraflið til að hjálpa ofurhetjunni að sigrast á erfiðleikunum. Það þarf að sigra illu einhyrningana, umturna uppvakningunum og sleppa frá sniglunum stóru! Time tables heroes inniheldur margföldunarspjald sem er hægt að nota í spilinu og án þess til að hjálpa við námið.

Þegar búið er að bjarga borginni er hægt að snúa leikborðinu við og spila eldsnöggt Margföldunarbingó! Með spjöldunum og skífunni úr spilinu keppast leikmenn um að vera fyrst til að ná þremur í röð. Þetta er sérstaklega góð aðferð til að þjálfa börnin í að kalla fram margföldunartöfluna hratt.

Karfa
;