Oros

9.960 kr.

Aldur: 14 ára og eldri
Fjöldi: 1-4 leikmenn
Spilatími: 60-120 mín.
Höfundur: Brandt Brinkerhoff

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: LDG0929 Flokkur: Merki:
Skoðað: 49

Hinn Vísi, ódauðlegi varðmaður vísdóms og þekkingar, hefur sent hálfguði með krafta til að hreyfa yfirborð jarðarinnar. Í Oros eruð þið þessir hálfguðir. Þið þurfið að kenna Fylgjendum ykkar að tileinka sér visku fjallanna með menntun, tilbeiðslu og reynslu. Mestu leyndardómarnir fela sig á tindum hæstu fjallanna.

Oros er flísa-rekandi, eldfjalla-spúandi, fjalla-smíðandi, visku-safnandi, kænskuspil. Hvert ykkar fær sitt spjald, færir Fylgjendur á milli aðgerðareita, sem gerir þeim kleift að stjórna sameiginlegu umhverfi sem minnir á risapúsl með jarðskorpuhreyfingum.  Aðgerðareitir gefa ykkur færi á að færa raðir af landi, hreyfa og láta land rekast á, móta og virkja eldfjöll, tilbiðja til að öðlast visku, ferðast með Fylgjendur um síbreytilegt landslag, og byggja heilaga staði til að rannsaka og tilbiðja á fjöllum. Heilagir staðir og tilbeiðsla færir ykkur visku, sem er svo hægt að nota til að uppfæra hvern aðgerðareit. Visku er líka hægt að nota til að uppfæra virði heilagra staða sem hafa verið byggðir, auk þess að ná öðrum endamörkum fyrir stigagjöf.

Þegar heilagur staður er byggður, þá rísa hálfguðir Hins Vísa upp og virka sem tímamælir á spilið. Þegar einn þeirra rís á toppinn, þá er umferðin kláruð og stigin svo talin.

Kjarni spilsins er þetta einstaka gangverk um að færa, hreyfa, byggja upp, virkja eldfjöll og endurstilla land með óendanlega tengdu landslagi. Þetta gerir hverja umferð að þraut sem krefst sköpunargleði, óhlutstæðrar hugsunar (e. abstract), og síbreytilegrar áætlunargerðar. Annað merkilegt við spilið er spjaldið sem hver leikmaður fær, þar sem mínímalísk vinnumanna-lagning (e. worker-placement) stjórnar mögulegum aðgerðum. Spjaldið uppfærist svo mismunandi fyrir ykkur með þeirri visku sem þið safnið hvert fyrir sig og hvernig þið notið hana. Þetta tvennt býr til tugi möguleika til að prófa, og hver spilun verður einstök.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2020 Ion Award Best Strategy Game – Sigurvegari
Aldur

Fjöldi leikmanna

, , ,

Útgáfuár

Útgefandi

,

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Oros”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;