Ferðist um stjörnukerfi þar sem hinir einstöku jedi-riddarar nota gangverk hins heimsþekkta spils Pandemic í Star Wars: The Clone Wars.
Plánetur í umsátri fylla leikborðið þar sem þið takið ykkur hlutverk þekktra jedi-riddara og ferðist bardaga til bardaga, myndið teymi og berjist við aðskilnaðarsinnana. Berjist við vélmennaherinn þegar þið sjáið hann, því pláneta sem of margir ráðast inn í fellur í herkví, sem hindrar ykkur í að frelsa hana frá óvininum eða klára verkefni.
Þið þurfið að vinna saman til að eiga séns í vélmennin með því að færa bardagann til þeirra, og notið teninga og spil til að valda skaða og koma ógninni burt.Á milli bardaga færið þið ykkur á milli pláneta, berjist við vélmenni, brjótið herkvíar á bak aftur, klárið verkefni sem snúa stríðinu ykkur í hag, og takið slaginn við illmenni sem allir þekkja.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar