Nauðsynleg eign fyrir alla áhugasama púslara – skemmtileg og handhæg taska fyrir púslið.
Taskan er fóðruð með sérstöku efni þannig að yfirborðið er þægilegt að vinna á og bitarnir haldast öruggir á sínum stað. 2 áfastar púslplötur eru til hliðanna á töskunni og þægilegt að geyma lausa bita þar en púsla í miðjunni. Aukasvæði myndast svo fyrir ofan aðalpúslsvæðið, en það er toppurinn á töskunni. Sniðugt heima fyrir til að spara pláss og veita öðrum fjölskyldumeðlimum aðgengi að eldhúsborðinu á ný 🙂 Einnig hentugt í ferðalagið.
– Fyrir allt að 1000 bita púsl
– Passar ekki fyrir púsl sem er stærra um sig en 49 x 68cm
Umsagnir
Engar umsagnir komnar