Spánn, 1936. Franco hershöfðingi og hermenn hans þokast áfram um héröð Spánar, og leggja leiðina fyrir langa borgarastyrjöld og kúgun. Eftir borgarastríðið á Spáni hélt hópur lýðveldissinna áfram að berjast og myndaði andspyrnuhóp sem var þekktur sem „Maquis“. Falin í fjöllunum fórnuðu menn og konur lífi sínu til að verja hugsjónir sínar um lýðræði og frelsi.
Á móti þeim barðist her Franco, en Maquis hafði fullkomnað skæruliðahernað sinn í Frakklanfi í seinni heimsstyrjöldinni og voru ákveðin í að ná aftur völdum í heimalandi sínu. Í huga hvers meðlims bergmálaði löngun margra: Verjist!
Resist! er fljótlegt kortaspil fyrir einn leikmann, þar sem þú tekur þér hlutverk spánsks Maquis meðlims að berjast gegn ógnarstjórn Franco. Yfir nokkrar umferðir færðu sífellt erfiðari verkefni, sem þú færð stig fyrir að klára. Ef þér mistekst að sigrast á verkefnum og óvinum, þá gætir þú tapað. Í lok hverrar umferðar þarftu að ákveða hvort þú ætlir að leggja uppreisnina niður eða takast á við fleiri verkefni.
Í upphafi spilsins safnar þú saman tólf félögum úr Maquis, sem eru táknuð með spilastokki. Hjarta spilsins er spennan um að halda Maquis leyndum frá Franco, eða afhjúpa þau til að nýta til fullnustu krafta þeirra. Hins vegar eru meðlimir Maquis sem hafa verið afhjúpaðir teknir úr stokknum, og þú munt líklega ekki geta notað þau aftur í því spili. Á meðan Resist! er með einhver einkenni stokka-uppbyggingar (e. deck builder), þá er það fyrst og fremst stokka-eyðileggingar spil þar sem þú þarft að passa upp á stokkinn þinn, og ná jafnvægi í að sigrast á yfirvofandi hættu og að reyna að komast í næsta verkefni.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2023 International Gamers Award Solo – Tilnefning
- 2022 Golden Geek Best Wargame – Tilnefning
- 2022 Golden Geek Best Solo Board Game – Tilnefning
- 2022 Charles S. Roberts Best Solitaire or Cooperative Wargame – Tilnefning
- 2022 Charles S. Roberts Best Modern Wargame – Tilnefning
Umsagnir
Engar umsagnir komnar