Leikmenn byrja með fimm spil sem notuð eru sem þök. Sá sem á leik setur fyrst upp veggi á efstu hæðinni, síðan velur hann spil af hendi til að leggja sem þak. Sum spilin láta þig gera mismunandi aðgerðir, þeirra á meðal er að færa nashyrninginn milli hæða.
Fyrstur til að klára að byggja öll sín spil vinnur. En ef byggingin hrynur þá tapar sá sem varð valdur að því og sá sem er með fæst spil á hendi eftir vinnur.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2014 Golden Geek Best Children’s Board Game – Tilnefning
- 2013 Boardgames Australia Awards Best Children’s Game – Tilnefning
- 2012 Spiel des Jahres Kinderspiel – Meðmæli
- 2011 Jocul Anului în România Children – Úrslit
Helga Olsen –
Prófuðum þetta spil hjá ykkur niðri í salnum. Aldur okkar var frá 8 ára til 42 ára (vorum fjögur saman) og allir skemmtu sér konunglega.
Spennandi og kallar á útsjónasemi.
Gefum þessu spili 5 stjörnur
What’s in a Game –
Classic HABA game! Great addition to your collection.