Í Space Base taka leikmenn að sér hlutverk stjórnanda í litlum geimskipaflota. Skipin byrja tengd við sína geimhöfn og er u svo send út í svæði þegar þú nærð nýjum skipum undir þína stjórn. Notaðu flutningsskip til að versla og gera viðskipti; námuskip til að koma þér upp reglulegri innkomu; og herflutningarskip til að koma áhrifum þínum sem víðast. Stofnaðu nýjar nýlendur fyrir nýja stjórnendur í svæðum til að fá enn meiri völd. Ef vel gengur getur þú öðlast aðmírálstign!
Space Base er fljótlært, fljótspilað teningaspil sem notar kjarnann í “ég kasta, allir fá eitthvað” gangverkinu. Það er líka kænskuspil þar sem þú stillir upp spilum sem hvert hafa áhrif á annað og safn skipa sem þú getur keypt og bætt í flotann. Spilin sem þú kaupir og röðin sem þú eignast þau hefur áhugaverð áhrif á tengimöguleika spilanna umfram spilið sem þú kaupir. Leikmenn geta spilað upp á langa uppbyggingu fyrir mikinn ávinning, reglulega innkomu sem byggir lítið á heppni, stórum enda-samsetningum, eða blöndu af þessu öllu.
Hvað sem öllu líður, þá er Space Base spil sem þú þarf ekki að kenna fólki, heldur getur byrjað að spila strax, og kennt meðspilurum þínum í fyrstu umferðinni eða tveimur, og boðið upp á góða blöndu af teningabyggðri heppni og áhugaverðum strategískum ákvörðunum.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2019 Origins Awards Best Board Game – Tilnefning
- 2018 Golden Geek Best Family Board Game – Tilnefning
https://youtu.be/pD1dgLpob1U
https://youtu.be/e9NGJU1I1jI
Lea Pokorny –
Mjög skemmtilegt spil – bæði fyrir tvö og fyrir fimm 🙂