Í Spectacular eruð þið að skapa og þróa ykkar eigin dýragarð fyrir dýr í útrýmingarhættu. Til að vernda dýrin þarftu að tryggja að þau fjölgi sér í hverju kjörlendi.
Í spilinu veljið þið dýraflísar og teninga, þar sem teningarnir tákna mat fyrir dýrin. Litur teninganna verður að parast við lit kjörlendis dýraflísanna. Hver umferð ber með sér mikilvægar ákvarðanir þar sem þið þurfið að velja um að ná í teninga í ákveðnum gæðum eða dýraflís sem gæti verið ekki aðgengileg seinna.
Þegar spilinu lýkur skorið þið stig fyrir hvert svæði af tengdum flísum í sama lit. Hins vegar fáið þið aðeins stig ef teningar með 1 eða 2 á sér eru settir á ákveðnar fjölskylduflísar á kjörlendinu. Í gegnum spilið byggið þið líka varðturna, sem skora stig fyrir alla þrá teninga sem eru við hlið þeirra. Til að gera dýragarðinn enn merkilegri, reynið þið að safna eins mörgum tegundum og þið getið, og fáið fleiri stig fyrir meiri fjölbreytileika. Að lokum sigrar það ykkar sem er með flest stig.
Eftir nokkrar spilanir getið þið gert áskorunina meiri með því að spila með þrjár (af 18) markmiðaflísum. Þær bjóða upp á fleiri stig, og erfiðara spil.
Í Spectacular gerið þið öll í einu sem tryggir samskipti á milli leikmanna, því ákvarðanir andstæðinga þinna munu hafa áhrif á hvaða flísar og teningar verða í boði fyrir þig. Spilið býður líka upp á ósamhverf leikborð (á bakhliðinni).
Spectacular er með einfaldar reglur, fljótlegt er að stilla því upp, spilið tekur ekki langan tíma, þrautirnar eru krefjandi, og 1-6 manns geta spilað það með mjög lítinn biðtíma, þó margir séu að spila.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar