The Mind: Extreme er eins og The Mind að því leyti að leikmenn reyna að spila út spilum af hendi í réttri röð — án þess að mega ráðfæra sig hver við annan. Markmiðið er að klára ákveðinn fjölda borða, og sigra. Eftir því sem lengra er haldið, þeim mun fleiri spil eru á hendi, sem gefur þér meira til að hugsa um og gefur líka meiri upplýsingar.
The Mind: Extreme býður upp á meiri flækjur þar sem nú eru tveir stokkar sem þarf að raða frá 1-50, en annar þeirra þarf að raðast upp, en hinn niður. Að auki þarf að spila sum spilanna með spilin á grúfu svo enginn sér hverju þú spilaðir út.
Ef The Mind er vinsælt í þínum spilahóp, þá er The Mind: Extreme eitthvað sem þú þarft að prófa.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar