Ótrúlega vel útfærð barnaútgáfa af Ticket to Ride, einu vinsælasta borðspili í heimi. Nú er hægt að spila þetta vinsæla fjölskylduspil með börnunum og allir hafa gaman af.
Safnaðu lestarmiðum í réttum litum til að komast leiðar þinnar á milli þekktra borga í Evrópu. Hver leikmaður byrjar með fjögur lituð lestarspil og tvo lestarmiða. Hver lestarmiði sýnir tvær borgir sem þú þarft að tengja saman með lestarvögnunum þínum.
Fyrsti leikmaðurinn sem klárar sex lestarmiða sigrar! Nema einhver hafi klárað alla vagnana sína, þá sigrar leikmaðurinn sem kláraði flesta lestarmiða.
Eini munurinn á Ticket to Ride: First Journey Europe og Ticket to Ride: First Journey U.S.A. eru kortin í spilinu.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2018 Gra Roku Children’s Game of the Year – Sigurvegari
- 2017 Årets Spill Best Children’s Game – Tilnefning
Sigurlaug –
Frábært spil til að ala upp meðspilara fyrir stærri útgáfurnar. Börnunum mínum hefur fundist heillandi að horfa á fullorðna fólkið spila fullorðinsútgáfuna og hafa mikinn vilja til að læra spilið. Þetta er frábær leið til þess.
Ingibjörg –
Skemmtilegt fyrir bæði krakka og fullorðna
Emma Vilhjálmsdóttir –
Gríðarlega skemmtilegt spil fyrir börn og fullorðna. Ekki skemmir fyrir að það eru til fleiri útgáfur og því hægt að “ferðast” út um allan heim.
Alma Sigurðardóttir (staðfestur eigandi) –
Frábært spil fyrir unga sem eru vanir að þurfa að vera með fullorðnum í liði að spila klassískari útgáfur af Ticket to Ride. Auðvelt fyrir barnið að læra reglurnar en krefst samt útsjónarsemi hjá barninu. Hef spilað þetta mikið við sex ára barn.
Eyrún Halla Kristjánsdóttir –
Mjög skemmtilegt spil til að kenna krökkum og þeim sem finnst klassíska Ticket to ride virka of flókið, en þora frekar að prófa það eftir að hafa farið í gegnum þetta.