Ticket to Ride: Iberia & South Korea er áttundi kortapakkinn í þessar geysivinsælu seríu.
Á Íberíuskaga byrjið þið spilið með því að draga sex leiðaspil, og halda fjórum þeirra eftir — ferli sem þið endurtakið áður en lestastokkurinn klárast í fyrsta skiptið. Á meðan þið reynið að klára þessi átta leiðaspil með aðeins 35 lestum, þá getið þið fengið hátíðasrspil, sem eru 54 alls í stokknum, og þegar þú dregur eitt þá máttu leggja það hjá borg á kortinu. Ef þú leggur leið sem tengir eina eða fleiri hátíðarborgir, þá velur þú aðra þessarra borga og færð öll hátíðarspilin hjá henni. Þeim mun fleiri spil sem þú færð frá borg, þeim meira eru þau virði í leikslok.
Í Suður-Kóreu byrjið þið eins og á Íberíu, með því að draga sex spil og halda fjórum þeirra. Allar leiðirnar eru hópaðar eftir lit: blár í norðaustri, gulur í norðvestri, og svo framvegis. Þegar þú eignast leið, þá máttu líka leggja eina af lestunum þínum á héraðsspjaldið, á tóman reit í samsvarandi lit, merktan jafnmörgum vögnum og þú varst að leggja niður. Þú mátt fórna fleiri spilum í sama lit þegar þú leggur niður til að eigna þér hærri tölu. Að auki er hvert ykkar með hraðlestarspil (+1, +2, +3) og getið eytt slíku til að annað hvort draga enn fleiri spil, draga fleiri leiðaspil, eða fá hærri tölu á héraðsspjaldinu. Í leikslok, þá metið þið hvern lit á héraðsspjaldinu, þar sem það (eða þau) ykkar sem er með hæstu summuna fáið bónusstig.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar