Í Ticket to Ride Legacy: Legends of the West leggið þið í tólf ferðir yfir Norður-Ameríku sem 19. aldar frumkvöðlar. Ferðin byrjar á austurströndinni, þar sem þið vinnið ykkur vestur frá einu ævintýri til þess næsta, og takist á við áskoranir á leiðinni. Eins og í Ticket to Ride, þá er aðalverkefnið ykkar að uppfylla skilyrðin á lestarmiðunum ykkar, en þið þurfið að þróa með ykkur fleiri hæfileika ef þið ætlið að leysa úr komandi verkefnum og taka framúr keppinautunum. Spil eftir spil, leið eftir leið, þá fyllið þið hvelfinguna ykkar með auð. Eftir því sem sögunni fleytir áfram, þá opnið þið box með nýjum reglum, íhlutum, og mörgum fleiri óvæntum hlutum.
Eins og önnur Legacy spil er Legends of the West einstök upplifun sem mótast af því sem þið veljið. Hvert ykkar hefur sitt hlutverk, sem gerir ykkur kleift að breyta því hvernig sagan þróast. Það þýðir að nýja upplifun í hverju spili.
Eftir að hafa spilað tólf sinnum, þá áttu einstakt eintak af spilinu sem þú getur spilað áfram um ókomna tíð.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2024 Kennerspiel des Jahres – Tilnefning
- 2023 Meeples Choice Award – Tilnefning
- 2023 Golden Geek Most Innovative Board Game – Tilnefning
- 2023 Golden Geek Medium Game of the Year – Tilnefning
- 2023 Board Game Quest Awards Game of the Year – Tilnefning
Umsagnir
Engar umsagnir komnar