Skoðað: 9
Tzolkin: The Mayan Calendar er öðruvísi strategískt spil. Þínir vinnumenn sem þú setur á borðið eru settir á sérstök tannhjól sem snúast áfram í hverri umferð. Þannig muntu fá meira eftir því sem vinnumennirnir eru lengur á tannhjólunum.
Annað hvort setur þú út vinnumenn á fremsta auða tannhjólareit eða tekur 1 eða fleiri vinnumenn aftur heim. Einfalt en samt ekki.
Spilið er búið þegar miðjutannhjólið hefur farið heilan hring og sigurvegarinn er sá sem hefur flest stig. Margar leiðir eru til sigurs.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar