Skoðað: 41
Unlock! eru samvinnuspil í anda flóttaherbergjanna vinsælu. Spilið kemur með þremur ævintýrum (herbergjum) og með því að nota spjöld og app í símanum þínum leysið þið gátur, finnið og búið til nytsamlega hluti og bjargið deginum.
Unlock! Heroic Adventures inniheldur þrjú ný ævintýri sem þú getur spilað heima hjá þér:
- Sherlock Holmes: Snillingurinn Holmes tekst á við stórundarlegt mál og myndi þiggja aðstoð ykkar.
- In Pursuit of the White Rabbit: Uppgötvið Undraland og furðulegar persónur þess, og hjálpið Lísu að sleppa.
- Insert Coin: Leysið borð í tölvuævintýri og forðist “Game Over” til að sleppa!
Stefán Ingvar Vigfússon –
Unlock! serían er frábær. Leikmenn hjálpast að við að leysa þrautir og gátur til þess að sleppa úr allskyns kröggum. Spilunum fylgir app sem oft á tíðum er stórskemmtilegt. Heroic adventures er alveg frábært, þar sem appið leikur virkilega stóran og spennandi þátt í framgangi þess!
Hólmfríður María Bjarnardóttir –
Besti Unlock! kassinn hingað til, 3 mjög skemmtileg mál í escape room stíl sem öll taka um 60 min hvert. Þú þarft snjalltæki til þess að spila spilið.