Skoðað: 500
Snúningur á hinu klassíska UNO. Markmiðið er að vera fyrsti leikmaðurinn til að losna við öll spilin af hendi með því að para tölur, eða leggja tvær saman til að gera þriðju töluna! Í þessari útgáfu kallar maður auðvitað „Dos“ þegar tvö spil eru eftir. Fyrsti leikmaðurinn sem nær 200 stigum sigrar spilið.
Fullkomið spil fyrir alla UNO aðdáendur.
Rebekka –
Dos er mest spilaða spilið á heimilinu þessa dagana. Þetta voru tækifæriskaup því ég hafði svo gaman af Uno í denn og “upgraded version” getur varla klikkað. Þetta spil er hinsvegar ekkert líkt Uno. Ég ráðlegg ykkur að horfa á video um hvernig skal spila og skemmta ykkur svo við að rústa makanum/vininum/ömmu o.s.frv í þessu alltof ávanabindandi spili sem hentar mjög vel fyrir tvo