UNO Show ‘Em No Mercy er miskunnarlaus útgáfa á þessu klassíska spili. Til viðbótar við hefðbundin aðgerðarspil eins og Skip, Reverse, og Draw 2, þá eru eftirfarandi spil í No Mercy: Wild Draw 6, Skip Everyone, Discard All, og hið nýja Wild Colour Roulette — spil sem neyðir næsta leikmann til að velja lit og draga þar til hann fær spil í þeim lit.
Fyrir utan nýju spilin, þá er búið að bæta vinsælum húsreglum við föstu reglurnar.
En stærsta breytingin í UNO Show ‘Em No Mercy er nýja Miskunnar-reglan. Ef þú ert einhvern tímann með 25 eða fleiri spil á hendi, þá ertu úr leik.
UNO Show ‘Em No Mercy er með 168 spil í pakkanum (á móti 112 í venjulegu UNO)
Umsagnir
Engar umsagnir komnar