Werewolves Big Box er gefið út í takmörkuðu upplagi og inniheldur hina frægu Werewolves New Edition útgáfu, auk hinnar vinsælu Night Of The Vampires og tveggja kynningarspila (e. promotional card). Með spilinu fylgir líka pappírsblokk og blýantur fyrir stjórnandann, til að halda utan um öll hlutverkin í spilinu. Werewolves Big Box er sértök útgáfa í tilefni af 30 ára afmæli Pegasus Spiele.
Í þessari útgáfu eru öll spilin (og kassinn) með dularfullri málmáferð. Extra stór persónuspil innihalda lýsingu á eiginleikum hverrar persónu, sem gerir spilið aðgengilegra fyrir nýja leikmenn.
Varúlfur er léttilega eitt af vinsælustu hópspilum allra tíma og er fullkomið fyrir stærri hópa á blönduðum aldri. Þessi útgáfa hentar fyrir 6-50 manns í einu spili!
Grunnurinn í spilinu er ávallt hinn sami: á hverri nóttu drepa varúlfarnir/vampírurnar einn þorpsbúa í leyni. Daginn eftir, þá ráðið þið öll ráðum ykkar um hvert ykkar gæti verið vampíra eða varúlfur, og munu drepa persónuna sem er valinn eftir atkvæðisgreiðslu. Skelltu þér í hlutverk þorpsbúa og afhjúpaðu varúlfana. Eða verður þú varúlfur sem þarf að sannfæra þorpsbúana um sakleysi sitt ða meðan þú veiðir á næturnar? Hvar sem varúlfarnir eru á kreiki, eru vampírurnar ekki langt undan!
Myndbandið að neðan er á þýsku, en þar er hægt að sjá spilin og innihald kassans.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar