Í Who did it? keppast leikmenn við að losna við spilin sín svo þeir geti komið sökinni á gæludýr annarra leikmanna. Hver skeit á gólfið? Spilið er snöggt og skemmtilegt; finndu gæludýrið þitt sem fyrst, og vertu á undan hinum að skella því á borðið, og komdu svo sökinni á einhvern annan: „Það var ekki kanínan mín sem skeit á gólfið, heldur var það köttur!“
Who Did It?
2.950 kr.
Aldur: 6 ára og eldri
Fjöldi: 3-6 leikmenn
Spilatími: 15 mín.
Höfundur: Jonathan Favre-Godal
* Uppselt *
Uppselt
Þessi vara er ekki til í augnablikinu.
Vilt þú fá tilkynningu þegar hún kemur aftur?
Skoðað: 2.492
Aldur | |
---|---|
Fjöldi leikmanna | |
Merkingar | Varan er CE merkt |
Athugið | Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti |
Fjöldi púsla | |
Útgefandi |
5 umsagnir um Who Did It?
You must be logged in to post a review.
Vigdís Arna –
Stelpan mín 4 ára elskar þetta spil og það sakar ekki að við fullorðna fólkið elskum það líka, skemmtilegt spil samt áætlað fyrir 6 ára og eldri en ekkert mál fyrir 4 ára að spila en maður þarf að gefa börnunum þá smá séns því spilið snýst um að vera líka fljótur að setja út spil 🙂
Sigurlaug –
Þetta spil er æðislegt. Skemmtilegt fyrir börn og fullorðna. Heilu fjölskyldurnar geta spilað saman og allir haft jafn gaman að. Verður þó erfitt fyrir börnin að vera jafn snögg og kappsamir fullorðnir svo það þarf að sýna því tillit.
Halldóra –
Skemmtilegt spil, vorum með það í möndlugjöf í fyrra. Bæði börn og fullorðnir hafa gaman að því.
Heiða Rún Ingibjargardóttir –
Kom mjög á óvart ! Ótrúlega skemmtilegt. Hver kúkaði á gólfið í stofunni í gær – ekki kötturinn minn,held það hafi verið páfagaukur einhvers .
Þetta spil og too many monkeys eru spil sem allir ættu að eiga.
Stefán frá Deildartungu –
Stórskemmtilegt spil sem krakkarnir vinna oftar en fullorðna fólkið, enda tekur spilið á minni og snerpu. Það besta við spilið er samt hvað það er stutt, því það verður fljótt þreytt við endurtekna spilun, alla vega fyrir fullorðna fólki – og sérstaklega tapsárt fullorðið fólk 😉