Á miðnætti hringir bjalla á strætum Wildegrens og íbúarnir loka gluggum sínum fyrir myrkrinu. Eitthvað hreyfist í nóttinni — í skóginum, gegnum akrana, yfir gamla orustuvöllinn. Einangrað þorpið er í hættu. Uppskeran er að bresta, dýr að deyja, og þorpsbúar að hverfa. Hræðsla grípur um sig í þorpinu. Sumar kvennanna eru að berjast, en þorpsbúa grunar þær séu að eiga við Kölska sjálfan. Aftan við skólann fer skuggi yfir að brunninum í þorpinu. Veikburða ljós sýnir tvær nornir sem kinka kolli hvor til annarar, mölva ljósið og halda út í skóg.
Witchcraft! er fljótlegt kortaspil fyrir einn leikmann, þar sem þú leiðir nornasveim í fantasíuveröld þar sem galdrar eru raunverulegir — og skrímslin líka. Spilið er byggt á sama gangverki og Resist! og þú þarft að ákveða hvenær að nota galdra til að sigrast á áskorunum sem upp koma, og þess að koma upp um þig gagnvart þorpsbúum sem munu fangelsa þig fyrir galdra. Á sama tíma og þú ert að takast á við verkefnin og sigrast á óvinum, þá ertu að reyna að sýna þorpsbúum fram á að galdrar eru ekki illir, og að sannfæra dómarana um að þú sért að vernda þorpið. Þrír dómarar munu ráða örlögum þínum, og þeir hafa sterka sannfæringu. Getur þú snúið þeim? Eða mun illskan yfirtaka þig og þorpið?
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2023 Golden Geek Best Solo Board Game – Tilnefning
Umsagnir
Engar umsagnir komnar