Spil fyrir skólahald í grunnskóla eru skemmtilegur flokkur. Þar er að finna spil sem styðja við hefðbundna grunnþætti í kennslu eins og að vinna með tölur og tungumálið, en að vinna með samskipti, að virða reglur, og að eiga samfélag með hóp er auðvitað stór partur af því að þroskast. Annað sem þessi spil eiga sameiginlegt er að vera öll stutt, aðgengileg, og auðvelt að tileinka sér og kenna.
Við erum búin að raða spilunum eftir bekkjum, þar sem spil sem henta fyrir fyrsta og annan bekk eru fyrst, svo spil sem henta öllum á yngsta stigi (því sum spil eldast svo vel með krökkunum, sem verða seint þreytt á þeim), og að lokum spil sem henta fyrir þriðja til fjórða bekk.
Þessi flokkun er auðvitað til viðmiðunar, og engar harðar reglur um hvernig skipta skuli þessu upp. Við vonum að flokkunin sé hjálpleg ykkur sem eruð að leita að spilum fyrir ungsta stig í skólanum ykkar.
Spil sem henta fyrsta og öðrum bekk
Einföld stærðfræðispil, spil sem kenna á klukku, spil sem leggja inn orðaforða, hraðaspil og fleiri skemmtileg spil sem taka öll frekar stuttan tíma í spilun.

Spil sem henta öllum á yngsta stigi
Orðaspil, leiknispil sem reyna á fínhreyfingar, hraðaspil og teningaspil sem þjálfar hugarflugið.

Spil sem henta þriðja og fjórða bekk
Stærðfræðispil, orðaspil, leiknispil, hraðaspil, þrautaspil… hér eru aldeilis skemmtileg spil.

Erum við að gleyma einhverjum spilum? Láttu okkur vita í athugasemdunum.