Lítil og nett útgáfa af Abalone, klassísku tveggja-manna abstrakt spili. Borðið er u.þ.b. 17 cm í þvermál.
Markmið spilsins er að koma fimm af kúlum andstæðings út af borðinu. Sérstakar reglur eru til að færa kúlurnar. Þú mátt færa eina, tvær eða þrjár af þínum kúlum í röð og ef þínar kúlur eru fleiri en andstæðingsins þá mátt þú ýta kúlunum hans áfram.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 1990 Mensa Select – Sigurvegari
- 1989 Spiel des Jahres – Meðmæli
Umsagnir
Engar umsagnir komnar