Arboretum

Rated 4.00 out of 5 based on 4 customer ratings
(4 umsagnir viðskiptavina)

4.230 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2-4 leikmenn
Spilatími: 30 mín.
Höfundur: Dan Cassar

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: RGS0830 Flokkur: Merki: ,
Skoðað: 75

Arboretum er spil sem er einfalt en með mikla dýpt. Leikmenn reyna að ná sem flestum stigum með því að búa til fallega stíga í gegnum garðinn fyrir gesti.

Í stokknum eru 80 spil í 10 mismunandi litum, þar sem hver litur er sérstök trjátegund; hver litur er merktur tölum frá 1 til 8. Fjöldi lita í spilinu veltur á fjölda spilara. Leikmenn byrja með sjö spil á hendi. Þegar þú átt leik, þá dregur þú tvö spil (úr bunkanum eða frákastinu), leggur spil á borðið sem hlut af þínum garði, og hendir spili í einka-frákastið þitt.

Þegar stokkurinn er búinn bera leikmenn saman spilin sem eftir eru á hendi til að ákvarða hver skorar fyrir hvaða lit. Fyrir hvern lit, er það leikmaðurinn með hæsta spilið í einum lit skorar fyrir stíga í garðinum sínum sem byrja og enda í sama lit. Fyrir hvert spil í stígnum færðu eitt stig. Ef stígurinn er eingöngu úr litnum sem verið er að skora, þá færðu tvö stig fyrir hvert spil. Ef þú ert ekki með hæsta spilið í litnum, þá færðu ekkert stig fyrir stíga sem byrja og enda í sama lit. Leimaðurinn með flestu stigin sigrar.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2015 Meeples’ Choice – Tilnefning
  • 2015 Golden Geek Best Card Game – Tilnefning
  • 2015 Golden Geek Best Board Game Artwork/Presentation – Tilnefning

Aldur

Fjöldi leikmanna

, ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Fjöldi púsla
Útgefandi
Spilatími

4 umsagnir um Arboretum

  1. Einkunn 3 af 5

    Þorsteinn Atli Kristjánsson

    Krúttlegt, einfalt og fljótlegt spil þar sem þú ert að búa til fallegast trjágarðinn úr spilum með trjám nr. 1-8 af 6 mismunandi sortum.

    Hver einasti gjörningur felur í sér ótrúlega erfiðar ákvarðanir vegna þess að þú vilt hafa sem mest af einhverri sort í borði en einungis sá sem heldur á mestu af hverri sort í hendi fær stig fyrir þá sort.

    Magnað hvað einn lítill stokkur af spilum getur búið til jafn taugatrekkjandi spil með jafn krúttlegu þema.

    Spilast frábærlega fyrir 2 leikmenn (hef ekki prófað með fleirum).

  2. Einkunn 4 af 5

    Klara Ingólfsdóttir (staðfestur eigandi)

    Ótrúlega sniðugt spil sem mér finnst alltaf gaman að spila. Elska hvernig stigagjöfin virkar, það er fljótlegt í spilun og gaman að þróa betra taktík með hverri spilun. Spilin eru líka með fallegum myndum sem skemmir ekki fyrir.

  3. Einkunn 5 af 5

    Stefán Ingvar Vigfússon

    FRÁBÆRT spil. Leikmenn keppast um að gróðursetja trégarð með tölum í stígandi röð. Hver einasta ákvörðun skiptir rosalega miklu máli. Arboretum er eiginlega engu spili líkt. Virkilega fallega skreytt líka.

  4. Einkunn 4 af 5

    Hólmfríður María Bjarnardóttir

    Arboretum er ekki bara virkilega fallegt spil heldur líka skemmtilegt og krefjandi (á góðan hátt). Þú býrð til fallegan trjágarð í stígandi röð. Þú getur skemmt fyrir andstæðingnum en þarft líka að passa upp á þín eigin tré.
    Líka mikill plús hvað spilið er lítið!

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa