Christmas Tea Rooibos (12 pokar)

1.950 kr.

  • Hitastig vatns: 85-100°C
  • Uppáhellingartími: 6-8 mínútur

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: 5711738005452 Flokkur: Merki: ,
Skoðað: 32

Jól í Suður-Afríku!

Rooibos er vinsæll þjóðardrykkur í Suður-Afríku, og einnig þekktur sem „rautt te“. Hinsvegar er villandi að kalla það te, því Rooibos inniheldur ekki te úr teplöntunni Camilla Sinensis eins og svart og grænt te gerir, heldur er það úr Suður-Afrísku jurtinni Rooibos.

Rooibos plantan er með græn lauf, en þegar þau eru gerjuð með lindarvatni og hinni sterku afrísku sól, þá verða laufin rauð.

Rooibos jólateið er bragðbætt með kanil, engiferi, plómum, stjörnuanís, appelsínuberki, og fennikku.

Bragð

Christmas Tea Rooibos er léttur og kryddaður drykkur, blandaður með dæmigerðum jólakryddum, sem skilar okkur þessu drauma-jólatei. Það inniheldur hvorki koffín né tannín, er ilmríkt og inniheldur gott magn af C-vítamíni, og einnig járni og kalíni.

Uppáhellingur

Til að halda í góða eiginleika Christmas Tea Rooibos tesins, og ekki síður til að fá ákjósanlegasta bragðið, þá er mælt með að teið liggi í 100°C heitu vatni í 6-8 mínútur.

Meira um teið

Rooibos te hefur orðið mjög vinsælt í seinni tíð, sérstklega þar sem það er laust við koffín og tannín.

Þetta box inniheldur 12 píramídatepoka, sem gerðir eru úr PLA, náttúrulegu hráefni sem brotnar auðveldlega niður í náttúrunni.

Útgefandi

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Christmas Tea Rooibos (12 pokar)”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;