Hið vinsæla Gold Armada er nú fáanlegt á íslensku og heitir hinu viðeigandi nafni Gulleyjan!
Komið með í fjársjóðsleit á sjóræningjaeyju! Safnið sem mestu gulli af leikborðinu með teningakasti, eins og í Yahtzee. Eftir því sem á líður verður erfiðara og erfiðara að næla sér í fjársjóð. Ef þér tekst það ekki, þá færðu hauskúpu með mínusstigi. Þegar fjársjóðurinn eða hauskúpurnar eru búnar, þá er spilinu lokið, og leikmaðurinn sem er með mest af stigum vinnur.
Margrét Inga Gísladóttir –
Virkilega skemmtilegt og þroskandi spil. Þjálfar börnin í að telja og nota heilann svolítið til að finna bestu leiðirnar til að fá sem flest stig. Spila þetta við mínar 8 ára og líka 3 ára 🙂