Skoðað: 322
Í Harmonies byggið þið landslag með því að setja litaðar flísar á spjaldið ykkar og búa til kjörlendi fyrir dýrin ykkar. Til að fá sem flest stig og sigra spilið, þá þurfið þið að blanda kjörlendunum á klókan hátt, og hafa eins mörg dýr á þeim og þið getið.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2024 Spiel des Jahres – Meðmæli
- 2024 Guldbrikken Best Adult Game – Tilnefning
Þorri –
Ég er svo ánægður með þetta spil, gullfallegt og skemmtilegt. Það virkar vel fyrir 2, 3 og 4 að spila, og rúllar mjög val áfram. Allir nota sama grunn í stigagjöf en fá svo að velja sér sín eigin bónusspil til að fá aukastig ofan á það. Harmonies var á spilaborðinu okkar öll jólin og verður þar áfram um sinn.