Það er alveg að koma nestistími og allar mörgæsirnar fá þá loksins fiskinn sinn sem þær eru búnar að bíða eftir í allan dag. En það eru nokkrar óþekkar mörgæsir sem halda að þær séu nógu snöggar til að ná í fiskinn áður en nestistíminn byrjar. Þær gleyma þó einu, gangaverðinum.
Í þessu frábæra spili erum við að reyna að ná fiskinum án þess að rekast á gangavörðinn, sem við skiptumst á að leika. Skjóttu mörgæsinni þinni í gegnum hurðarnar eða jafnvel yfir vegginn til að ná fiskinum áður en gangavörðurinn nær þér.
Ice Cool er frábært spil fyrir 6 ára og eldri þar sem börn jafnt sem fullorðnir hafa mikið gaman af. Hrikalega einfalt og gott spil. Bættu við Ice Cool 2 fyrir en stærri skóla og fleiri leikmenn.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2018 Gra Roku Children’s Game of the Year – Tilnefning
- 2017/Spring Parents’ Choice Fun Stuff Award – Sigurvegari
- 2017 Spiel der Spiele Hit für Kinder – Meðmæli
- 2017 Lys Enfant – Úrslit
- 2017 Kinderspiel des Jahres – Sigurvegari
- 2017 JUGuinho Children Game of the Year – Sigurvegari
- 2017 Juego del Año – Meðmæli
- 2017 Japan Boardgame Prize U-more Award – Tilnefning
- 2017 Guldbrikken Best Children’s Game – Tilnefning
- 2017 Deutscher Spiele Preis Best Children’s Game – Sigurvegari
- 2017 Dětská hra roku – Úrslit
- 2017 Boardgames Australia Awards Best Children’s Game – Tilnefning
- 2016 UK Games Expo Best Children’s Game – Sigurvegari
- 2016 Golden Geek Most Innovative Board Game – Tilnefning
- 2016 Golden Geek Best Party Game – Tilnefning
- 2016 Golden Geek Best Family Board Game – Tilnefning
- 2016 Cardboard Republic Socializer Laurel – Tilnefning
- 2016 Board Game Quest Awards Best Family Game – Sigurvegari
Katrín Helga Ágústsdóttir –
ICE COOL er mjög skemmtilegt spil sem krefst smá hæfni (í að skjóta mörgæsum í gegnum göt). Spilið er action spil sem ekki gengur út á hraða heldur heppni og hæfni. Gott er að geta spilað á borði sem hægt er að labba hringinn í kringum. Svo fleiri geti spilað mæli ég eindregið með að kaupa ICE COOL 2 líka og setja þau saman – þá fær maður líka fleiri uppsetningarmöguleika.