Kaleidos er skemmtilegur orðaleikur. í spilinu eru 4 eins sett af 10 mismunadi myndum. Hver leikmaður eða lið er með sitt sett. Allir velja sömu myndina og stilla henni upp og svo er dreginn einn bókstafur. Á einni mínútu eiga allir að reyna að skrifa niður það sem þeir sjá á myndinni fyrir framan sig sem byrjar á bókstafnum sem var dreginn. Eftir mínutu eru stiginn talin. Ef þú hefur skrifað niður sama orðið og einhver annar þá færðu 1 stig en ef þú hefur skrifað niður orð sem enginn annar skrifaði niður færðu 3 stig. Sá sem er með flest stig vinnur.
Kaleidos er frábær skemmtun! Fyrir fjölskyldur með allt niður í 5 ára börn er líka til Kaleidos Junior.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
2010 Årets Spill Best Party Game – Sigurvegari
2009 Lucca Games Best Concept Art – Sigurvegari
2009 Deutscher Lernspielpreis “9 years and up” – Sigurvegari
Frábært fjölskylduspil, þar sem leikmenn þurfa að vera með fulla athygli til að eiga möguleika á sigri.
Einkunn 5 af 5
Sædís Anna –
Þetta spil leit ekkert alltof spennandi út í fyrstu en þetta er alveg frábær skemmtun.
Einkunn 4 af 5
Þorri –
Einfalt og skemmtilegt fjölskylduspil. Maður er að skoða fallegar myndir með alls kyns fígúrum og hlutum, og reynir að finna sem flesta hluti sem byrja á stafnum sem dreginn var. Yngri spilarar þurfa helst að vera með eldri í hóp, þar sem spilið reynir bæði á orðaforða, og svo þarf einhver að skrifa orðin á blað.
Edward Örn Jóhannesson –
Frábært fjölskylduspil, þar sem leikmenn þurfa að vera með fulla athygli til að eiga möguleika á sigri.
Sædís Anna –
Þetta spil leit ekkert alltof spennandi út í fyrstu en þetta er alveg frábær skemmtun.
Þorri –
Einfalt og skemmtilegt fjölskylduspil. Maður er að skoða fallegar myndir með alls kyns fígúrum og hlutum, og reynir að finna sem flesta hluti sem byrja á stafnum sem dreginn var. Yngri spilarar þurfa helst að vera með eldri í hóp, þar sem spilið reynir bæði á orðaforða, og svo þarf einhver að skrifa orðin á blað.