Loksins ertu kóngur! Allir draumar þínir hafa ræst. Þú situr makindalega í kastalanum þínum og lítur út yfir dásamlegt konungsríki þitt. Grænir hagar, smjör drýpur af hverju strái, há fjöll og tærar ár teygja sig eins langt og augað eygir … en eitt vantar í ríki þitt: þegna! Svo þú ferð að hrópa kosti konungsríkisins yfir allt landið — í ríku borgunum, til klikkuðu dverganna í vinnustofunum sínum og í námunum, og líka til orkanna, álfanna og lærlinga töframannsins.
En það er ekki auðvelt að sannfæra þau; aðrir kóngar eru líka að reyna að daðra þau til sín. Þess vegna þarft þú að beita öllum þínum hæfileikum og heppni til að tæla bestu þegnana til konungsríkisins þíns. En gættu þín á þorpsfíflunum og drekunum. Þau eyðileggja ríki þitt og neyða þig til að horfa upp á einhvern annan vera krýndan Konung Teninganna!
Einfalt og skemmtilegt teningaspil sem byggir á gangverki Yahtzee.
Ef þér finnst teninga spil skemmtileg þá áttu eftir að vilja spila þetta spil, svoldið eins og betri útgáfa af yatzy, það er auðvelt að læra það og hentar allri fjölskyldunni, það stendur 8ára+ en ég hef spilað það með 4 ára dóttur minni en hún þarf þá bara eðlilega meiri hjálp í því en finnst það líka mjög skemmtilegt 🙂
Einkunn 5 af 5
Óskar Örn –
Elskum þetta spil.
Grunnhugmyndin er fengin frá Yatzy og unnið með það á mjög skemmtilegan hátt. Einfalt að læra og þolir að spilast aftur og aftur og….
Skyldukassi í fjölskylduspilaskápinn fyrir kannski svona 7-8 ára og eldri.
Einkunn 5 af 5
Eyrún Halla Kristjánsdóttir –
Virkilega skemmtilegt spil og gaman að spila með fjölbreytum hóp og jafnvel bara tveir saman. Gaman að prófa allskonar spilamennsku reyna taka áhættu að ná mestum stigum sem getur borgað sig en líka orðið til þess að maður fái fleiri mínus stig…. eða gefa hinum spilurunum fallegar dreka gjafir til að hjálpa til við að draga þá niður í stigum.
Kristjana Þorvaldsdóttir –
Frábært fjölskylduspil.
Vigdís Arna –
Ef þér finnst teninga spil skemmtileg þá áttu eftir að vilja spila þetta spil, svoldið eins og betri útgáfa af yatzy, það er auðvelt að læra það og hentar allri fjölskyldunni, það stendur 8ára+ en ég hef spilað það með 4 ára dóttur minni en hún þarf þá bara eðlilega meiri hjálp í því en finnst það líka mjög skemmtilegt 🙂
Óskar Örn –
Elskum þetta spil.
Grunnhugmyndin er fengin frá Yatzy og unnið með það á mjög skemmtilegan hátt. Einfalt að læra og þolir að spilast aftur og aftur og….
Skyldukassi í fjölskylduspilaskápinn fyrir kannski svona 7-8 ára og eldri.
Eyrún Halla Kristjánsdóttir –
Virkilega skemmtilegt spil og gaman að spila með fjölbreytum hóp og jafnvel bara tveir saman. Gaman að prófa allskonar spilamennsku reyna taka áhættu að ná mestum stigum sem getur borgað sig en líka orðið til þess að maður fái fleiri mínus stig…. eða gefa hinum spilurunum fallegar dreka gjafir til að hjálpa til við að draga þá niður í stigum.