Ligretto er í raun mjög einfalt spil með nokkrum einföldum reglum. Um leið og leikmenn hafa lært þær geta þeir unnið í því sem skiptir mestu máli… Að vera nógu snöggur! Markmiðið er að losna við öll spilin úr Ligretto bunkanum þínum á undan andstæðingunum, með því að vera fljótari að spila út samlitum spilum í réttri talnaröð (frá 1 upp í 10) í stafla á miðju borðinu.
Hraði er grundvallaratriði í spilinu. Þú verður að bregðast fljótt við. Allir leikmenn spila á sama tíma. Engin þarf að bíða, svo enginn verður óþolinmóður.
Ligretto kassarnir eru til í 3 mismunandi litum (rauður, blár og grænn). Allt að 8 leikmenn geta spilað saman ef notaðir eru tveir Ligretto kassar í mismunandi litum en að 12 leikmenn ef notaðir eru allir þrír litirnir.
Salóme –
Ligretto er alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér. Mjög líkt spilinu “Kleppari” sem spilað er með 52 spila stokk nema hér geta margir spilað, í raun “eins margir og vilja” (fer eftir fjölda ligretto pakka – 4 spilarar per pakka) ef það eru til fleiri pakkar af ligretto (hinir litirnir).
Katrín Helga Ágústsdóttir –
Ligretto: Rauður er spil sem vinnur mikið með hraða og líkist spilinu “Kleppari”. Það skemmtilega við það er að með einum pakka geta 4 spilað í einu (en ekki bara 2 eins og í kleppara). Ef Ligretto: Blár, og Ligretto: Grænn eru bætt við í safnið geta 12 manns spilað í einu þar sem eini munurinn á spilunum er mismunandi litur í bökunum (svo hægt sé að aðskilja stokka leikmanna eftir hverja umferð).