Nornirnar eru hver í sínum lit og faldar undir hattinum sínum. Þegar þú átt leik, þá kastar þú teningnum og reynir svo að muna hvar nornin í þeim lit er. Ef það er rétt, þá máttu hreyfa nornina áfram um einn reit. Svona skiptist þið á að gera þar til einhver nornanna er komin alla leið. Það ykkar sem færði þá norn, sigrar spilið.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 1994 Deutscher Spiele Preis Best Children’s Game – Sigurvegari
Guðný Þórsteinsdóttir –
Strákarnir mínir elskuðu þetta spil á aldrinum 3-6 ára, alltaf mikil spenna að vera fyrstur í mark
Sandra Tryggvadóttir –
Mér og 4 ára dóttur minni fannst þetta spil mjög skemmtilegt. Það er mjög einfalt en krefst lúmskrar einbeitingar. Allar nornirnar eru faldar undir hattinum sínum. Svo á maður að finna þá norn sem passar við litinn á teningnum og ef maður finnur réttu nornina færir maður hana áfram um einn reit. Sá sem kemur norn að brennunni vinnur. Ef maður fær örvar á teningnum víxla tvær nornir um stað á spilaborðinu sem eykur flækjustigið.
Við mæðgurnar byrjuðum á einfaldaðri útfærslu á spilinu og slepptum örvunum, köstuðum bara aftur ef örvarnar komu upp. Þegar við verðum betri hlakka ég til að bæta örvunum við. Mæli með.