Quacks & co barnaútgáfa af hinu verðlaunaða Quacks of Quedlinburg, og svipar því mjög til þess hver leikmaður er með sinn poka af merklum (e. tokens) sem eru dregnir upp til að knýja spilið og sigra keppnina.
Hver leikmaður byrjar spilið með reiðskjóta sinn við ráslínu keppnisbrautarinnar og poka með fjórum fraumamerklum: gulum ás, tveimur rauðum ásum, og tveimur rauðum tvistum. Þegar þú átt leik, þá dregur þú merkil úr pokanum þínum og setur hann á dýraspjaldið þitt. Ef þú dregur litaðan merkil, þá setur þú hann á borðið þitt, færir dýrið þitt áfram um jafn marga reiti og stendur á merklinum, og framkvæ´mir aðgerðina sem liturinn gefur: rauðir merklar gefa þér 1-3 rúbína, gulir leyfa þér að kasta bónusteningnum, grænir merklar leyfa þér að fá aðra umferð eða skila merklum aftur í pokann þinn, og bláir leyfa þér að hreyfa þig aukalega eða uppfæra merkil.
Ef þú dregur draumamerkil, þá setur þú hann á dýraspjaldið þitt hjá einu af skýjunum. Þegar þú dregur þriðja draumatáknið, þá máttu nota alla rúbínana þína til að kaupa fleiri merkla — enga tvo í sama lit, samt — og setja þá ásamt öllum sem þú hefur þegar dregið aftur í pokann. Skiptist á að gera þar til einhver fer yfir marklínuna og sigrar!
Hægt er að velja um stutta eða langa keppnisbraut með því að snúa spjaldinu við. Appelsínugulir og fjólubláir merklar gefa nýja og spennandi aðgerðir, og aðgerðaspjöldin fyrir hvern lit eru prentuð beggja vegna með mismunandi aðgerð hvoru megin, sem gefur meiri fjölbreytni á milli spila.
VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR
- 2022 UK Games Expo Best Children’s Game People’s Choice Award – Sigurvegari
- 2022 UK Games Expo Best Children’s Game – Tilnefning
- 2022 UK Games Expo Best Children’s Game Judges Award – Sigurvegari
- 2022 Kinderspiel des Jahres – Tilnefning
Umsagnir
Engar umsagnir komnar