Unlock! eru samvinnuspil í anda flóttaherbergjanna vinsælu. Spilið kemur með þremur ævintýrum (herbergjum) og með því að nota spjöld og app í símanum þínum leysið þið gátur, finnið og búið til nytsamlega hluti og bjargið deginum.
Unlock! Games Adventures er með borðspilaþema, og inniheldur þrjú ný ævintýri byggð á metsölu-borðspilum sem þú getur spilað heima hjá þér:
- Mysterium: Stígið inn í herrasetrið og upplifið súrrealíska og dimma ráðgátu þar sem þú þarft að leysa morðmál með vísbendingaspilum í draumkenndri og leyndardómsfullri ferð.
- Ticket to Ride: Farðu í ferðalag um Bandaríkin þar sem þú þarft að stöðva ráðabrugg Lestarbarónanna.
- Pandemic: Heimsfaraldur ógnar mannkyninu! Framtíð allra veltur á þér og teymi sérfræðinga þinna (veirufræðingur, læknir, og fleira).
Athugið! Til að spila Unlock! þarf að sækja app frá App Store eða Google Play. Þegar það er komið, þá þarf ekki internettengingu á meðan spilað er.
https://youtu.be/o_eRR2RIQfU
Umsagnir
Engar umsagnir komnar