ÞJÓNUSTA


 • Svanhildur að kenna spil.
  Svanhildur að kenna spil.

  Spilað með Spilavinum

  Frá því Spilavinir opnuðu verslunina árið 2007, hafa þeir boðið hópum að koma til sín að spila eða farið til þeirra og stýrt spilakvöldi. Starfsfólk Spilavina mætir með spil og leiki sem henta hópnum og sjá til þess að allir skemmti sér vel. Mikil eftirspurn er eftir þjónustunni, á hverjum virkum degi eru Spilavinir á 2-3 mismunandi stöðum að stýra bekkjar- og spilakvöldum og því frábært að bóka viðburði með góðum fyrirvara svo við náum nú örugglega að spila saman.

 •  

  Bekkjarkvöld
  Morgunstund í Spilavinum
  Vinnustaðaheimsóknir
  Hópefli og spilafundir
  Fjölskylduhittingur og veislur