Topplistar fyrir 2

Skoðað: 390

Það er ekki hægt að ganga að því vísu að þó að það standi á spili að tveir eða fleiri geti spilað það, að það sé gott tveggja-manna spil. En hvernig á fólk að vita þetta? Ein lausn er að fara á vefinn okkar og leita eftir Bara fyrir tvo, sem listar þau spil sem eru sérhönnuð fyrir tvo leikmenn. Önnur er að pikka í mig og spyrja (bláa búbblan neðst til hægri á spilavinir.is). Svo er að finna topp 3 lista eins og hér að neðan, sem við settum saman til að  auðvelda ykkur valið.

Spil sem henta fyrir tvo eða fleiri, en eru mjög góð fyrir 2

carcassonne 2023 zman games 01
azul isl 01
splendor

Carcassonne. Spil ársins 2001. Í þessu spili er spiluð íslandsmeistarakeppni og heimsmeistarakeppni. Þær eru spilaðar tveggja-manna.

Azul. Í tveggja-manna spili skín þetta spil í einstaklega fínu reiptogi þar sem þú stundum velur það sem þig langar næst-mest í bara svo andstæðingurinn fái ekki það sem hann vantar.

Splendor. Einstaklega þægilegt spil til að setja á borðið þegar þú færð fólk í heimsókn sem spilar ekki mikið. Engar leyndar upplýsingar, skýrt og gott. Skalar ofboðslega vel frá tveimur upp í fjóra leikmenn.

Aðrar hugmyndir: Wingspan, Cascadia, Verdant, Concordia

Stutt tveggja manna spil (~20 mínútur)

SchottenTotten 1
jaipur 2nd edition 03
hanamikoji 01

Schotten totten. Mikið spilað á mínu heimili. Einfalt og skýrt slagaspil. Við notum næstum aldrei viðbótina sem fylgir, því kjarninn er svo fínn.

Jaipur. Klókt og lítið stokkaspil þar sem þú safnar settum til að kaupa stig.

Hanamikoji. Aðeins 4 aðgerðir í hverri umferð og hver aðgerð aðeins einu sinni. Þú ert alltaf að vinna með takmarkaðar upplýsingar. Að auki er ég-stilli-upp-þú-velur element sem er frábært í spilinu.

Aðrar hugmyndir: Ohanami, Lost Cities, Fox in the forest

Dýpri tveggja manna spil (meira að hugsa um í hverri umferð)

splendor duel 04
7 wonders duel 02
beer and bread 01

Splendor Duel. Frábær útgáfa af Splendor, þar sem þú þarft að hafa augun á fleiri boltum en í upprunalega spilinu. Meira reiptog en í Splendor.

7 Wonders Duel. Það gladdi mig mikið þegar þetta kom út. 7 Wonders, mest verðlaunaða borðspil í heimi, eignaðist loks lítið systkin sem er jafn gott spil.

Beer & Bread. Ætlar þú að nota spilin til að fá hráefni til að baka eða brugga, eða til að uppfæra bakaríið, brugghúsið eða vöruhúsið til að geta tekið meira seinna?

Aðrar hugmyndir: War Chest, Wonderful Kingdom, Targi, Patchwork

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;