Fox in the Forest

(3 umsagnir viðskiptavina)

3.870 kr.

Aldur: 10 ára og eldri
Fjöldi: 2 leikmenn
Spilatími: 30 mín.
Höfundur: Joshua Buergel

* Uppselt *

Vörunúmer: RGS00574 Flokkur: Merki: , ,
You must register to use the waitlist feature. Please login or create an account
Skoðað: 88

The Fox in the Forest er stokkaspil fyrir tvo þar sem slegist er um að fá slagi. Fyrir utan þetta venjulega, að ná slag með tölum eða sort, þá eru hér ævintýrapersónur eins og refurinn og nornin sem gera þér kleift að skipta um tromp, eiga leik þó þú tapir slag, og fleira.

Þú færð stig með því að fá fleiri slagi en andstæðingur þinn, en ekki fyllast græðgi! Ef þú færð of marga slagi, þá fellur þú eins og vondi karlinn í ævintýrunum…

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2018 Origins Awards Best Card Game – Tilnefning
  • 2018 International Gamers Award – General Strategy: Two-players – Tilnefning
  • 2017 Golden Geek Best Card Game – Tilnefning
  • 2017 Golden Geek Best 2-Player Board Game – Tilnefning
Aldur

Fjöldi leikmanna

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

3 umsagnir um Fox in the Forest

  1. Avatar of Stefán Ingvar Vigfússon

    Stefán Ingvar Vigfússon

    Mjög skemmtilegt slagasöfnunarspil, þar sem miklu máli skipitr að vera ekki gráðug! Það tekur lítið pláss í tösku og á borði og er því kjörið til þess að taka með á kaffihús

  2. Avatar of Klara Ingólfsdóttir

    Klara Ingólfsdóttir

    Stutt og skemmtilegt tveggja manna spil sem snýst um það að vera annað hvort með 3 eða færri slagi eða 7-9 slagi til að fá sem flest stig, og að lokum vera fyrstur til að ná 21 stigi til að standa uppi sem sigurvegari.

  3. Avatar of Eidur S.

    Eidur S.

    Það sem gerir þetta spil sérstakt er að sá tapar umferðinni sem er of gráðugur. Spilið snýst um að safna slögum. Ef annar leikmaðurinn vinnur 10 eða fleiri af 13 slögum í einni umferð fær hann núll stig og andstæðingurinn sex. Annars fær sá sem var með 7-9 slagi sex stig og hinn andstæðingurinn 1-3 stig eftir því hvort hann var með 4-6 slagi.

    Því snýst leikurinn um að reyna að lesa úr andstæðingnum hvort hann ætli sér að reyna að tapa fyrir þér eða ekki. Því gæti umferð endað á því að maður sé að reyna að gefa hinum andstæðingnum alla slagina.Einnig hafa oddatölusplin krafta sem leyfa leikmönnum ýmist að skipta út tromp spilinu, neyða andstæðing til að setja út sitt hæsta spil ofl.

    Kraftarnir gera mjög mikið fyrir spilið og ég er hrifinn af því hvernig maður er aldrei viss um hvor sé að fara að vinna umferðina fyrr en í lokin.

    Við spilum almennt upp í 16 stig frekar en 21.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;