Áramótaspilin

Skoðað: 35

Þegar nýtt ár gengur í garð tíðkast oft að halda smá partý og gera sér glaðan dag (eða glatt kvöld) og þá er ekki úr vegi að vera búin að undirbúa sig vel og græja réttu partýspilin fyrir tilefnið.

Í sínum 71. þætti fara strákarnir í Pant vera blár! yfir áramótaspilin og þau spil sem þeir mæla með að fólk skelli á borðið í áramótapartýinu í top5 lista yfir bestu áramótaspilin ásamt því að fjalla um þau spil sem þeir hafa verið að spila undanfarið.

Meðal spila sem strákarnir ræða í þessum þætti má nefna Alias, Codenames, Encore, Fun Facts, Gott Gisk, Happy Salmon, Lorcana, Secret Hitler, Smellur o.fl.

Eftir áramót mega hlustendur svo eiga von á spilauppgjöri fyrir 2023 og fullt af skemmtilegu efni.

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;