
Það er engin ástæða til að líta á tveggja manna spil sem einhverja sárabót þegar þú nærð ekki saman stærri spilahóp, því sum eru algerar gersemar út af fyrir sig. Svo koma dagar og kvöld þar sem við kærum okkur ekki um fleiri leikmenn en manneskjuna sem situr hjá okkur. Valentínusardagur, jafnvel?
Til eru fjöldi spila sem eru hönnuð fyrir breiðan hóp leikmanna en henta vel fyrir tvo leikmenn, en svo eru til spil sem eru hönnuð fyrir eingöngu tvo leikmenn. Flest klassísku spilanna eru dæmi um slíkt, til að mynda skák, backgammon, kalaha og fleiri, en það eru til mörg nýleg dæmi. Þau spil eru oftast lítil og nett, sem þýðir að það er auðvelt að grípa eitt slíkt með til að koma uppáhalds manneskjunni þinni ánægjulega á óvart.
Annað sniðmengi þessa hóps eru tveggja-manna útgáfur af stærri spilum. Þar er að finna mörg vinsæl spil sem búið er að þróa sérstaka tveggja-manna útgáfu af. Stóru útgáfurnar af sumum spilanna henta vel fyrir tvo (til dæmis Splendor og Wingspan) en sum tveggja-manna spilin voru þróuð af því að stóra spilið var ekki fyrir tvo leikmenn. Dæmi um slík er til dæmis Saboteur og 7 Wonders. Ef þú vilt skoða fyrirbærið í þaula, þá er risavaxinn listi af spilum sem búið er að sérhanna tveggja-manna útgáfu af á vef Board Game Geek.
Bara fyrir 2
Þú getur skoðað öll spil á vefnum okkar sem eru sérstaklega hönnuð sem tveggja manna spil undir merkinu Bara fyrir 2, hvort sem þau voru til sem stór spil áður eða alltaf bara verið fyrir tvo (eins og til dæmis Patchwork og Schotten Totten).
Tveggja-manna útgáfa af stærra spili
-
Wingspan: Asia8.350 kr.
-
Splendor Duel5.250 kr.
-
Cryptid: Urban legends6.870 kr.
-
It’s a wonderful kingdom5.780 kr.
-
Partners Duo5.850 kr.
-
Saboteur: The duel2.950 kr.
-
Caverna: Cave vs. cave4.760 kr.
-
Cosmic Encounter: Duel7.630 kr.
-
The Game: Face to face3.290 kr.
-
Imhotep: The Duel4.850 kr.
-
Kingdomino Duel2.950 kr.
-
7 Wonders: Duel5.380 kr.
Spil fyrir marga sem eru líka góð tveggja manna spil
Eins og ég nefndi að ofan, þá eru mörg spil sem eru einstaklega góð tveggja manna spil, en henta líka fyrir fleiri. Þau eru af öllum stærðum og gerðum; teningaspil, stokkaspil, flísaspil; stór og mikil borðspil og lítil og nett sem passa í veskið eða vasann. Hér eru þau helstu sem við mælum með.
Lítil og nett spil sem eru góð fyrir 2 — og fleiri
-
Next station: London3.250 kr.
-
HILO3.650 kr.
-
Encore!3.780 kr.
-
That’s pretty clever3.680 kr.
-
Ohanami3.350 kr.
-
11 Nimmt2.950 kr.
-
Heckmeck3.450 kr.
-
Qwixx3.150 kr.
Stærri spil sem eru góð fyrir 2 — og fleiri
-
Paleo11.380 kr.
-
Shifting Stones4.250 kr.
-
Wingspan 2nd ed.11.360 kr.
-
Azul (íslensk útgáfa)7.480 kr.
-
Dragon Castle8.380 kr.
-
Century: Spice Road6.980 kr.
-
Kingdomino4.480 kr.
-
Concordia9.960 kr.
-
Kingdom Builder7.860 kr.
Hvaða spil er uppáhalds-tveggja-manna spilið þitt? Er ég að gleyma einhverjum stórum litlum spilum?