Helsinki

7.960 kr.

Aldur: 10 ára og eldri
Fjöldi: 2-4 leikmenn
Spilatími: 45 mín.
Höfundur: Asger Harding Granerud, Daniel Skjold Pedersen

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: 10679 Flokkur:
Skoðað: 25

Hið fræga Senate torg í miðri Helsinki er umkringt háskólanum, dómkirkjunni, stjórnarskrifstofum, og Sederholm húsinu.Markmið ykkar er að hanna skála til að vernda gangandi vegfarendur fyrir rigningunni. Þetta spil er eftir sama teymi og hannaði Copenhagen, en með aðeins meira flækjustigi.

Miðjan á borðinu táknar Senate torgið með 8 reitum (tveir á hverri hlið) og 8 spilum, þar sem hver spil tengist tveimur reitum. Þið skiptist á að færa peðið ykkar áfram um 1-3 reiti, og þurfið svo að velja um að taka spil eða byggja skála. Hver reitur tengist tveimur spilum sem snúa upp, og þú mátt velja um að taka þessi á hendi (en mátt aldrei hafa fleiri en 7 á hendi, sem er lykiláskorun í spilinu). Spilin eru í 5 litum og sýna form sem er 2-5 að stærð. Til að byggja skála þarftu að leggja út spil sem sýnir bitana sem þú vilt nota, og svo þarftu jafn mörg spil í sama lit og stærðin á bitanum segir til um. Að lokum „rennir“ þú bitanum inn á borðið frá þeirri hlið sem peðið þitt er á. Ef þér tekst að fela suma reiti, þá færðu skjaldamerki sem hægt er að nota til að fá eina af 15 sérstökum aðgerðum.

Þið skorið stig fyrir að klára raðir og dálka, og það ykkar sem fær flest stig sigrar.

Aldur

Fjöldi leikmanna

, ,

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Merkingar

Varan er CE merkt

Útgáfuár

Útgefandi

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Helsinki”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;