5 mest seldu barnaspilin 1.-15. nóvember

Skoðað: 6

Í Spilavinum höfum við lengi verið á bremsunni með að svara spurningunni „hvað er vinsælast“, því okkur finnst skipta meira máli að finna spil sem hentar þínum spilahópi. Áhuginn er samt alltaf til staðar hjá viðskiptavinum okkar, svo við ætlum að prófa að láta undan og tína til topplista í ýmsum flokkum. Við byrjum á flokknum Spil fyrir börn.

Spil í þessum flokki eru hönnuð með þarfir barnanna í huga, og eru ekki líkleg til að vera tekin upp af fullorðnum til að spila saman (þó á því megi finna undantekningar eins og til dæmis Animal upon animal og Rhino Hero Super Battle).

Við viljum nota tækifærið og benda á að það er hægt að sía spilin á vefnum okkar eftir aldri leikmanna, fjölda, verði og fleiru, sem ætti að auðvelda ykkur að finna spil sem hentar ykkar barni. Í borðtölvum er sían hægra megin á skjánum, en í símum er hún neðst.

5 mest seldu barnaspilin 1.-15. nóvember

  1. Funny Bunny (4ra ára og eldri)
  2. Krakkar um víða veröld (5-10 ára)
  3. Karuba Junior (4ra ára og eldri)
  4. First Orchard (2ja ára og eldri)
  5. Sequence Junior (3ja ára og eldri)

Fylgist með hér á vefnum, eða á Facebook, þar sem við munum birta fleiri topplista.

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;