Allir ættu að eiga óveðursspil

Skoðað: 0

Þegar allir eru fastir heima vegna veðurs eins og raunin var í gær er ekki amalegt að eiga skemmtileg spil upp í hillu. Það er fátt betra en að sitja með fjölskyldu eða vinum inni í notalegheitum og spila á meðan allt er snarvitlaust fyrir utan.

Það er eitthvað við vont veður og spil. Ef heimilisfólkið hellir upp á kaffi eða kakó og ákveður að spila saman gleymist fljótt að ekki tókst að festa trampólínið niður í tæka tíð.

Borðspilin hafa þann kost umfram aðra nútíma afþreyingu að þau ganga ekki fyrir rafmagni og ef svo óheppilega vill til að rafmagnið fer þá er hægt að halda áfram við kertaljós á meðan tölvan og sjónvarpið hvíla sig.

Við mælum því hiklaust með því að fólk eigi sér eitthvað skemmtilegt óveðursspil. Kíktu við hjá okkur í Spilavinum og við bendum þér á einhverja snilld sem gæti jafnvel fengið þig til að hlakka til næsta storms.

Skrifa athugasemd

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;