Allegra

3.650 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2-6 leikmenn
Spilatími: 30-40 mín.
Höfundur: Johann Ruttinger

Availability: Aðeins 1 eftir

Vörunúmer: IEL0119 Flokkur: Merki: ,
Skoðað: 36

Í Allegra ert þú að reyna að fá eins lítið af stigum og þú getur, en stundum gætir þú þurft að hjálpa nágrönnum þínum í leiðinni.

Stokkurinn er samsettur úr spilum frá -1 upp í 11, og í hverri af þremur umferðum byrjar þú með tólf spil á grúfu fyrir framan þig — fjórir dálkar og þrjár raðir af spilum. Dálkurinn lengst til hægri tilheyrir bæði þér og þeim sem er þér á hægri hönd, og eins tilheyrir dálkurinn lengst til vinstri þér hjá leikmanninum vinstra megin við þig. Hvert ykkar snýr við tveimur spilum, og umferðin hefst.

Þegar þú átt leik, þá máttu draga efsta spilið í bunkanum og sýna það, eða efsta spilið í frákastinu. Ef þú dregur úr frákastinu, þá skiptir þú á því spili og einu af þínum, og setur hitt spilið í frákastið. Ef þú dregur úr bunkanum, þá máttu henda því spili og snúa við einu af þínum, eða skipta á því spili og einum af þínum.

Ef þú dregur úr bunkanum, þá má hvaða leikmaður sem er banka í borðið til að gefa til kynna að viðkomandi vilji þetta spil. Þú mátt leiða það hjá þér, eða gefa viðkomandi spilið; ef þú gefur spilið, þá skiptir viðkomandi út einu af sínum spilum fyrir þitt og hefur gamla spilið sitt á hendi. Þú mátt næst taka hvaða spil sem er af þeirra svæði og skipta út einu af þínum spilum, og setur spilið sem þú skiptir út í frákastið eins og venjulega. Þá á viðkomandi að setja spilið sem er á hendi í gatið sem varð til þegar þú tókst spilið.

Þegar einhver er með þrjú spil í röð eða dálk, jafnvel þó um sé að ræða dálkinn vinstra megin við þig, þá eru þau spil tekin strax úr umferð og sett í frákastið.

Þegar eitthvert ykkar hefur snúið öllum spilunum sínum við, þá mega aðrir gera einu sinni enn. Svo teljið þið saman spilin ykkar (líka þau sem eru vinstra megin við ykkur). Ef það ykkar sem setti lokin í gang er ekki með lægstu summuna, þá er sú summa tvöfölduð. Það ykkar sem er með fæst stig eftir þrjár umferðir sigrar.

VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR

  • 2021 5 Seasons Best International Card Game – Tilnefning
Aldur

Fjöldi leikmanna

, , , ,

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Merkingar

Varan er CE merkt

Útgáfuár

Útgefandi

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Allegra”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;