Biblios: Quill and Parchment

3.980 kr.

Aldur: 14 ára og eldri
Fjöldi: 1-4 leikmenn
Spilatími: 40 mín.
Höfundur: Steve Finn

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: DFG007 Flokkur: Merki:
Skoðað: 18

Kastað og krotað útgáfa af hinu vinsæla Biblios.

Líf skrifara-munka er ekki létt. Á hverjum degi þarftu að eyða mörgum klukkustundum í klaustrinu við að afrita bækur, biðja, og vinna verk. Með mikilli vinnu og bænum, getur þú öðlast traust ábótans og sýnt í verki tryggð þína við guðhrætt lífið í klaustrinu.

Markmið spilsins er að skora sem flest guðhræðslustig. Spilið á sér stað yfir 8 daga (þ.e. umferðir). Fyrstu 4 dagana kastið þið teningunum ykkar samtímis (þeir sýna mismunandi gerðir bóka, áhrif ábótans, og ferðapunkta) og mega gera það allt að þrisvar sinnum. Eftir hvert kast hafið þið 3 valmöguleika: 1) halda teningunum eins og þeir eru; 2) endurkasta nákvæmlega einum teningi eða; 3) kasta öllum teningunum.

Flestir teninganna eru auðlindateningar sem sýna bækurnar sem þið eruð að afrita, en það eru líka teningar með áhrifum ábótans (áhrifum er safnað í fyrri hlutanum, en notuð í þeim seinni), og ferðateningur (sem gerir lærlingum leikmannsins kleift að fara í bæinn að gera góverk og finna fleiri bækur).

Í síðustu 4 umferðunum notið þið áhrif ábótans til að bjóða í verkefni.

Biblios: Quill and Parchment er sjaldgæf (ef ekki einstök) útfærsla á „kastað og krotað“ spili því það inniheldur uppboð, og ólíkt mörgum „kastað og krotað“ spilum er mikil gagnvirkni í því.

Eftir dagana 8 lýkur spilinu og þið teljið stigin. Eins og í upprunalega Biblios, þá breytis virði bóka á meðan á spilinu stendur, svo óljóst er hvaða bók verður dýrmætust fyrr en spilinu lýkur.

Aldur

Fjöldi leikmanna

, , ,

Útgáfuár

Útgefandi

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “Biblios: Quill and Parchment”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;