Hanabi

(2 umsagnir viðskiptavina)

3.270 kr.

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: SPSS2-AB520 Flokkur: Merki: ,
Skoðað: 90

Orðið hanabi er japanska og merkir eldblóm eða flugeldar. Hanabi er óvenjulegt samvinnuspil þar sem leikmenn snúa spilunum frá sér og sjá því einungis spil annara leikmanna. Markmið spilsins er að hjálpast við að skjóta upp fallegri flugeldasýningu.

Leikmenn skjóta upp flugeldasýningu með því að raða mismunandi litum af flugeldum í rétta röð. Í hverri umferð fær leikmaður möguleika á því að gefa öðrum leikmönnum vísbendingar, spila spili af hendi eða jafnvel henda spili og draga nýtt. Hversu margar vísbendingar leikmenn mega gefa eru takmarkaðar og einnig þurfa leikmenn að hafa varan á þegar spili er spilað af hendi að það sé í réttri röð. Spilið endar þegar annaðhvort leikmenn hafa klárað alla flugeldana eða gert of margar villur. Nú eru hæðstu spil hverrar raðar lögð saman og segir stigafjöldinn um hversu ánægðir áhorfendurnir eru með flugeldasýninguna.

Áhugavert og skemmtilegt lítið spil sem vann Spiel des Jahres í Þýskalandi 2013.

Fjöldi spilara

2-5

Aldur

8+

Spilatími

20 – 30 mín.

Verðlaun

Spiel Des Jahres

Aldur
Fjöldi púsla
Útgefandi

2 umsagnir um Hanabi

  1. Avatar of Hafdis karlsdottir

    Hafdis karlsdottir

    Þetta er æðislegt samvinnuspil sem best er að spila nokkru sinnum til að þjálfa hópinn í samvinnu. Stutt og einfalt

  2. Avatar of Eidur S.

    Eidur S.

    Sæki ekki mikið í þetta spil því miður. Markmið leiksins er að koma spilunum sem þú ert með á hendi í rétta bunka. Þú sérð ekki spilin þín heldur gera hinir leikmennirnir það. Þegar þú átt leik getur þú annað hvort borgað token til að gefa öðrum leikmanni upplýsingar um lit eða tölu á spilunum þeirra, losað þig við spil til að fá token til baka, eða spilað spili í bunka.

    Þegar báðir leikmenn ná góðri tenginu getur spilið verið mjög gott. En þar sem að muna hvað þér hefur verið sagt skiptir miklu máli og að gefa vísbendingar sem virka kannski ekki alltaf eins, eiga klúður sér oft stað. Því er sjaldnar að þegar ég spila þetta með einhverjum nýjum finnist þeim spilið skemmtilegt. Svo þetta hentar kannski ekki jafn stórum hóp og önnursamvinnuspil, en ef þið eruð hrifin af minnisleikjum gæti þetta verið leikurinn fyrir ykkur.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;