L.A.M.A. Dice

2.850 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2-6 leikmenn
Spilatími: 20 mín.
Höfundur: Reiner Knizia

Availability: Aðeins 1 eftir

Vörunúmer: SPSS2-02103 Flokkur: Merki:
Skoðað: 13

Með réttu teningakasti í LAMA Dice getur þú losað þig við spil — en þú þarft að hætta á réttum tíma því þú gætir sprungið og safnað mínusstigum. Þú getur mögulega losnað við þau seinna, en þá þarftu fullkomið teningakast með tölum, eða þrefalda llama heppni.

Nánar tiltekið, þá er eitt spil nokkrar umferðir, og í upphafi hverrar umferðar eru spilin sjö með svarta bakið sett á borðið, sem sýna llama og tölurnar 1-6 í röð. Hvert ykkar fær sex spil úr stokknum — sem samanstendur af töluspilum með 1-6 og llama spilum — og þið leggið þessi spil á borðið fyrir framan ykkur og látið snúa upp. Þegar þú átt leik, þá kastar þú öllum þremur teningunum eða hættir í umferðinni; ef þú kastar teningunum þá:

  • Ef einn eða fleiri teningur passa við spilin fyrir framan þig, þá mátt losa þig við eitt spil fyrir hvern tening sem er eins og spilið.
  • Ef þú færð þrjú llamadýr á teningana, þá máttu losa þig við eina stigaflís sem þú hefur fengið.
  • Ef enginn teninganna er eins og spil sem þú ert með, þá þarftu að taka llama spil í miðjunni sem er eins og einhver teningurinn, og bæta því við spilin þin.
  • Ef enginn teninganna er eins og spil hjá þér, né spil í miðjunni, þá þarftu að taka öll spilin sem eftir eru í miðjunni og klárar þannig umferðina.

Ef þú hættir í umferðinni, þá hvolfir þú spilunum fyrir framan þig og sleppir restinni af umferðinni. Umferðin er búin þegar llamaspilin í miðjunni eru búin, þegar einhver losar sig við síðasta spilið sitt, eða þegar allir leikmenn hafa hætt í umferðinni. (Þegar allir nema einn hætta, þá má síðasti leikmaðurinn halda áfram eins lengi og hann vill, en ef ekkert spil er eins og teningakastið, þá springur hann og þarf að taka öll spilin í miðjunni.)

Núna lítið þið á spilin fyrir framan ykkur og takið stig. 10 stig ef þú ert með eitt eða fleiri llamaspil, og að auki allar tölurnar sem þú ert með (hver tala er bara talin einu sinni). Ef þú losnaðir við öll spilin þín, þá máttu losa þig við eina stigaflís (sem eru anað hvort 1 stig eða 10 stig, og þú mátt alltaf skipta á 10 stigaflísum fyrir eina 10 stiga flís).

Þið spilið eins margar umferðir og þarf þar til einhver rýfur 40 stiga múrinn. Þá sigrar það ykkar sem fékk fæst stig.

 

Aldur

Fjöldi leikmanna

, , , ,

Útgefandi

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Umsagnir

Engar umsagnir komnar

Vertu fyrst/ur til að skrifa umsögn um “L.A.M.A. Dice”

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;