Þetta spil er eingöngu fyrir 4 leikmenn.
Partners
6.850 kr.
Aldur: 10 ára og eldri
Fjöldi: 4 leikmenn
Spilatími: 60 mín.
Höfundur: Thomas Bisgaard
Skoðað: 4.781
Þyngd | 0,5 kg |
---|---|
Framleiðandi | Dan Spil |
Fjöldi spilara | 4 |
Aldur | 8+ |
Spilatími | 45 – 60 mín. |
Verðlaun | – |
Reglur | https://hringbrot2.com/spilareglur-almennt/30-partners-felagar.html |
Aldur | |
Merkingar | Varan er CE merkt |
Athugið | Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti |
Útgefandi | |
Fjöldi púsla |
27 umsagnir um Partners
You must be logged in to post a review.
Róbert –
Spil þetta barst inn á heimilið fyrir tilviljun rétt fyrir jólin 2010 sem verðlaun í útvarpsspurningaleik. Vonbrigðin voru nokkur yfir því að ekki væri um spurningaspil að ræða og fékk spilið að bíða í nokkra mánuði eftir því að verða brúkað.
Þegar ég skoðaði út á hvað þetta snerist fannst mér þetta heldur ekkert svo sniðugur leikur, Ludo með spilastokk hljómaði fáránlega fyrir mér. Svo hófst fyrsti leikurinn og kom hann stórskemmtilega á óvart. Spilið reynir á kænsku, samvinnu og örlítinn kvikindisskap (sem oftar en ekki kemur í bakið á manni). Fimm stjörnu skemmtun fyrir réttan spilahóp
Inga Sörens. –
Hérna er um að ræða fullkominn paraleik.
En þó bara mjög skemmtilegt spil fyrir 4 spilara.
Hljómar látlaust, en kemur mikið á óvart.
Skemmtilegt að vinna tveir saman á móti hinum tveimur, og alveg magnað hvað kemur mikið kapp í mann og herkænskan fer alveg á fullt flug!
Vorum öll mjög hissa sem spiluðum þetta, þar sem við hugsuðum bara að við værum orðin of fullorðin fyrir ludo. Annað kom svo heldur betur í ljós!
Góð og einföld skemmtun!
Karen Sif –
Besta spil í heimi….. mjög ávanabindandi
Sandra –
Þetta spil er eitthvað sem allir verða að prófa. Ég hef fengið að spila þetta spil með fullt af fólki á allskonar aldri af mismunandi persónuleikum. En allir voru sammála um að þetta spil væri eitt það skemmtilegasta sem þeir hefðu spilað.
Þórhallur Ólafsson –
Fràbær spil
Sara –
Við hreinlega elskum þetta spil hér á þessu heimili, hrikalega gaman að spila með góðum vinum. Höfum einnig verið að spila þetta með unglingunum á heimilinu og finnst þeim þetta æði
Hildur H –
Við fjölskyldan elskum þetta spil. Æsispennandi tvist af gamla góða Ludo. Hægt að spila við allan aldur og alltaf jafn gaman.
Linda –
Þetta spil er spilað nokkrum sinnum í viku hér og fáum ekki leið á því!
María Þórdís Ólafsdóttir –
Eitt af mínum uppáhalds spilum. Ótrúlega skemmtilegt.
Helga Guðmundsdóttir –
Þetta spil er lang mest spilaða spilið á okkar heimili. Það er rosalega auðvelt að kenna það öllum aldurshópum þar sem það er frekar einfalt í spilun. Því er alltaf lýst sem lúdó bara 1000x skemmtilegra. Þetta er spil sem er aldrei eins og maður fær ekki leið á því.
Margrét –
Það þekkja allir gamla góða lúdóið – en þetta er frábært þegar maður vill stokka það aðeins upp og færa meira fjör í leikinn. Auðvelt að læra, gaman að spila.
Kolbrún –
Mitt uppáhalds spil. Reynir á útsjónarsemi og samvinnu. Minnir á gamla góða lúdóið þar sem þú sendir fólk heim og þarft hjarta til að komast út.
Magnús –
Skemmtilegt spil fyrir vinina
Anna Lilja Steindórsdóttir –
Eindalt og skemmtilegt spil ef þú fílar ludo. Allir geta spilað það 🙂
Hafsteinn Már Sigríðarson Khan –
Geggjað spil sem allir geta spilað
Rúnar Þór –
Partners er mjög skemmtilegt spil, sem er eins og Ludo en miklu skemmtilegra og krefst samvinnu. Mæli með!
Erla –
Eitt af mínum uppáhalds spilum og er það mikið spilað á mínu heimili. Keppnisskapið fær útrás og myndi segja að þetta spil henti öllum.
Kolbrá –
ég hef spilað þetta spil oftar en ég get talið en það er alltaf jafn skemmtilegt.
Svipað og Ludo, nema með samvinnu og aðeins breyttum reglum.
Eini “gallinn” við spilið er að það þurfa 4 að spila saman, ekki hægt að vera fleiri né færri.
Björn –
Frábært spil, eini gallinn er að það þurfa að vera 4 að spila, hvorki fleiri né færri. En með skemmtilegari spilum að taka í fyrir pör eða vini.
Lára –
Frábært spil, svo margar leiðir til þess að fara í þessu spili. T.d Hugsa aðeins um þitt lið, reyna að villa fyrir og skemma fyrir mótspilara. Hið fullkomna paraspil. Spilið lofar góðri kvöldstund.
Bylgja Borgþórsdóttir –
Frábært spil og hentar í raun bæði fyrir rólegt spilakvöld og mikið partý.
Linda Jónsdóttir (staðfestur eigandi) –
Mjög skemmtilegt samvinnuspil fyrir pör eða vini.
Linda Björk Ómarsdóttir –
Partners er skemmtilegt spil, sem er eins og Ludo. Sniðugt fyrir vini, vinapör eða fjölskyldu. Þetta er spil f. 4. Verða vera 4.
Krefst samvinnu. Tveir og tveir saman og reyna vinna saman. Það kemur keppnisskap í fólk. Um leið og þeir byrja að spila.
sigurborg sturludóttir –
Mjög skemmtilegt spil, náði mér í app í símann til að geta spilað það oftar!
Óskar Örn –
Eitt vinsælasta spilið á okkar heimili.
Þetta er eiginlega svona “next-level” Ludo þar sem 2 pör keppa. Einfalt að læra en verðlaunar líka þá sem spilað hafa oftar því strategía er talsverð.
Stærsti mínusinn kannski að það verða að vera 4 spilarar, aldrei fleiri eða færri. Hentar okkur vel þar sem við erum 4 á heimilinu . Aldursbilið okkar er 10-47 ára og allir hafa jafn gaman af þessu. Sú yngsta þurfti svolítinn stuðning fyrstu skiptin en eftir 3-4 skipti var hún orðin fullfær.
Karen –
Vinsælasta spilið í öllum mínum vinahópum! Hugmyndin er eins og Ludo með spilastokk, mjög einfalt að læra og ennþá einfaldara að spila. Skemmtilegt spil sem þarfnast smá útsjónarsemi, sérstaklega í lokin 🙂
Magnús –
Ég og konan höfum spilað þetta spil grimmt og þá sérstaklega yfir jólin. Höfum kosy kertaljós og drykk í partners, gerist ekki betra. Ég hef unnið oftast en það er annað mál 🙂