Sagnir

(3 umsagnir viðskiptavina)

5.450 kr.

Aldur: 8 ára og eldri
Fjöldi: 2-4 leikmenn
Spilatími: 20-40 mín.
Höfundur: Svavar Björgvinsson

Availability: Til í verslun

Vörunúmer: 20020 Flokkur: Merki: ,
Skoðað: 127

Sagnir (hét áður Mythical Island) er al-íslenskt flísalagningarspil, þar sem leikmenn draga sér spil sem sýna sérstakt munstur af landslagi.

Markmið leikmanna er að raða landslagsflísunum þannig að þær samsvari munstrinu og frumefninu á Sagna-spilinu. Þá þurfa leikmenn að hreyfa peðin sín á þessu munstri til að virkja spilið, og fá stig í lokin.

Allar verurnar í spilinu eru byggðar á íslenskum og norrænum þjóðsögum, og stutt lýsins á hverri er í bæklingi sem fylgir spilinu. Landslagsflísarnar eru byggðar á raunverulegu íslensku landslagi.

Spilinu lýkur þegar einhver leikmaður virkjar ákveðinn fjölda vera, sem fer eftir fjölda leikmanna.

Með nýja spili Gamia Games, Veður, voru eldri spilin Runir og Sagnir einnig uppfærð (2023). Fyrir Sagnir er komið nýtt stigaborð og kortauppsettning á kassa uppfærð. Eins hafa reglurnar verið mikið endurbættar.

Aldur

Fjöldi leikmanna

, ,

Merkingar

Varan er CE merkt

Athugið

Varan hentar ekki börnum yngri en þriggja ára þar sem hún getur innihaldið smáa hluti

Útgefandi

Útgáfuár

3 umsagnir um Sagnir

  1. Avatar of Hildur Hreinsdóttir

    Hildur Hreinsdóttir

    Frábært fjölskylduspil! Kom skemmtilega á óvart, eitt áhugaverðasasta íslenska spilið á langan tíma. Mæli hiklaust með!

  2. Avatar of Eva I Sumarliðadóttir

    Eva I Sumarliðadóttir

    Skemmtilegt fjölskildu spil sem vekur áhuga á þjóðsögum og sögnum. Hef ekki séð lengi svona skemmtilegt og áhugavert spil.

  3. Avatar of Ingibjörg Jóna Magnúsdóttir

    Ingibjörg Jóna Magnúsdóttir

    Mjög skemmtilegt spil og virkilega vel upp sett.

Skrifa umsögn

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Karfa
;